Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Iceland Travel Tech í Grósku

Iceland Travel Tech sem er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Ferðamálastofu fer nú fram í fimmta skipti í Grósku – Vatnsmýri. Viðburðurinn er haldin sem hluti af Nýsköpunarvikunni þann 25.maí og hefst kl 13:00

Iceland Travel Tech sem er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Ferðamálastofu fer nú fram í fimmta skipti í Grósku – Vatnsmýri. Viðburðurinn er haldin sem hluti af Nýsköpunarvikunni þann 25.maí og hefst kl 13:00. Í ár verður áhersla á að fá sýnendur aftur í hús þannig að ferðaþjónustuaðilar og ferðatæknifyrirtæki geti hist í raunheimum.

Upptaka af viðburðinum verður aðgengileg síðar.

Í ár er viðburðurinn tvískiptur. Fyrsti hluti er innblásin af erindum frá tækni og ferðaþjónustuaðilum en í seinni hálfleik mun þátttakendum gefast kostur á að hitta og sjá marga af leiðandi tækniaðilum í ferðaþjónustu á Íslandi, á sýningu  á fyrstu hæð Grósku.

Iceland Travel Tech 2023 býður ykkur erindi sem koma okkur nær því að leysa áskoranir og finna tækifærin þegar kemur að þessum þremur megin þemum:

  1. STARFSMAÐURINN (ferlar og tækni til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum lífið)
  2. UPPLIFUN GESTA (sjálfvirknivæðing, snertilausar lausnir, hámörkun á upplifun með tækni)
  3. MARKAÐURINN  (leitavélabestun, lykil mælikvarðar, notkun ChatGPT, big data)

Við höfum fengið til liðs við okkur frábæra fyrirlesara úr öllum áttum og hlökkum til að kynna þá fyrir ykkur hvern á fætur öðrum.

Frábær dagskrá sem er öllum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg.

Fyrir hvern er Iceland Travel Tech?

Sýnendur:

Þeir sem bjóða lausnir, tækni eða þjónustu sem á einhvern hátt auðveldar ferðaþjónustufyrirtækjum sína vinnu. Sýnendur eru á breiðu bili allt frá því að vera með hátæknilausnir til þess að vera með aðferðir og hugmyndafræði sem gengur út á gæða þjónustu og upplifun fyrir gesti með bættri tækni og lausnum.

Ef þú ert aðili sem býður uppá lausn eða þjónustu sem flýtir fyrir mannaflafrekum ferlum, eykur möguleika á bættri þjónustu, tækni sem eykur sjálfbærni fyrirtækja, þekkir leiðir til að hámarka framlegð með aukinni tækni, sérfræðiþekkingu á stafrænni markaðssetningu eða öðrum stafrænum lausnum, hugbúnaðarlausnum, bókunarlausnum, leiðum til að auka öryggi ferðamanna með bættri tækni, koma upplýsingum á framfæri á skemmri tíma og eða hvað annað sem eykur með einhverjum hætti samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu – þá á þitt fyrirtæki erindi á IcelandTravelTech.

Þátttakendur:

Ef þú rekur ferðaþjónustufyrirtæki og hefur áhuga á því að komast í fremstu röð í að nýta þær lausnir og þá tækni sem í boði er, þá mælum við með því að þú takir frá fimmtudaginn 25.maí og verðir með okkur í Grósku. Ísland á möguleika á því að skara framúr þegar kemur að nýjum aðferðum og lausnum við að gera upplifun og gæði þjónustu framúrskarandi. Sérstaða Íslands þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlakrafti er einstök en ekki sjálfsögð. Til að geta nýtt okkur þá þekkingu og reynslu sem til staðar er þurfa aðilar að vinna með breytingunum, vera hluti af þeim og leiða þá mikilvægu þróun sem er óhjákvæmileg en á sama tíma stærsta einstaka tækifærið í að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og gera sjálfbærni í rekstri og stýringu gesta mögulega.