Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný dagsetning Local Food Festival

Vegna anna og eindregna óska frá greininni hefur verið tekin ákvörðun um nýja dagsetningu á Local Food Festival, sem haldin verður laugardaginn 16.mars 2019.

Vegna anna og eindregna óska frá greininni hefur verið tekin ákvörðun um nýja dagsetningu á Local Food Festival, sem haldin verður laugardaginn 16.mars 2019 frá 13-18.

Fjöldi fyrirtækja hafa nú þegar skráð sig á sýninguna og hvetjum við aðra áhugasama að skrá sig sem fyrst.

Búið er að taka frá Menningarhúsið Hof fyrir sýninguna. Sýninginendurspeglar hinn mikla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins og er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, veitingastarfsemi, matartengdri ferðaþjónustu og verslun á þessu sviði.

Lögð er áhersla á að Local Food sýningin sé skemmtileg og eru skipulagðir viðburðir s.s. hinar ýmsu matreiðslukeppnir þar sem fagfólk og almenningur spreytir sig með hráefni úr héraði.

Dagurinn verður kynntur ítarlega í fjölmiðlum m.a. með auglýsingum í sjónvarpi, útvarpi og blöðum,  auk þess að gefið verður út 16-24 síðna kynningarblað sem dreift verður á Norðurlandi í tilefni dagsins. Má því búast við að Local food hátíðin á Norðurlandi veki töluverða athygli almennings og fyrirtækja á svæðinu.

Þess er vænst að fyrirtæki og stofnanir í matvælageiranum á Norðurlandi, meistarar, birgjar og samstarfs- og söluaðilar taki virkan þátt í deginum og undirbúningi hans.

Síðast mættu um 15 þúsund gestir á Local food sýninguna og yfir 30 fyrirtæki kynntu framleiðslu sína.

Áhersla er lögð á að sýningin er kynningar- og sölusýning!  Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.