Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný skrifstofa MN við Tryggvabraut

Markaðsstofa Norðurlands hefur fært sig um set í nýtt skrifstofuhúsnæði við Tryggvabraut 10 á Akureyri.

Markaðsstofa Norðurlands hefur fært sig um set í nýtt skrifstofuhúsnæði við Tryggvabraut 10 á Akureyri. Flutningum úr Strandgötu 31 er lokið og verið er að leggja lokahönd á breytingar á nýja húsnæðinu, en í húsinu eru einnig ferðaskrifstofan Verdi Travel og verkfræðistofan COWI. 

Húsið hefur verið merkt þessum fyrirtækjum og á næstunni verður aðalinngangur betur merktur. Gengið er inn á skrifstofu MN frá Tryggvabraut, og sést inngangurinn á myndinni sem fylgir hér að ofan. 

Skrifstofa MN var til bráðabirgða í Strandgötu 31 en er nú komin í framtíðarhúsnæði við Tryggvabraut. Einnig er MN með skrifstofu á Blönduósi, Árbraut 31.