Nýtt kynningarmyndband
Nýtt kynningarmyndband fyrir áfangastaðinn Norðurland er komið í loftið. Myndbandið var unnið í sumar og endurspeglar fjölbreytta ferðaþjónustu á Norðurlandi.
25.09.2025
Nýtt kynningarmyndband fyrir áfangastaðinn Norðurland er komið í loftið. Myndbandið var unnið í sumar og endurspeglar fjölbreytta ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þráinn Kolbeinsson tók upp allt nýtt efni og klippti saman.
Sem fyrr geta samstarfsfyrirtæki nýtt efnið úr myndbandinu í sitt kynningarefni, best er að hafa samband við Rögnvald Má á netfanginu rognvaldur@nordurland.is.
Myndbandið er aðgengilegt á YouTube og Instagram, en það má einnig finna í Brandcenter.