Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samstarf um markaðssetningu Diamond Circle

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa hafa gert með sér samning um notkun á heitinu Diamond Circle sem er í eigu Húsavíkurstofu.

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa hafa gert með sér samstarfssamning um notkun á heitinu Diamond Circle sem er í eigu Húsavíkurstofu. Markaðsstofan vinnur nú að þróun ferðamannaleiða á Norðurlandi, en á grundvelli þessa samnings verður hægt að þróa vörumerki og efla markaðssetningu fyrir Diamond Circle eða Demantshringinn. Í ljósi þess að áætlað er að klára vinnu við lagningu á bundnu slitlagi á Dettifossvegi í sumar, skapast enn betri tækifæri fyrir markaðssetningu og þróun ferðaþjónustufyrirtækja sem njóta nálægðar við þær náttúruperlur sem finna má á Demantshringnum.

Samkvæmt samningnum mun Markaðsstofan gera greiningu á innviðum á leiðinni, búa til vörumerki og efla markaðssetningu. Á næstu vikum verður haldinn fundur fyrir hagsmunaaðila til þess að kynna betur hvað felst í þessum samningi og kynna betur það starf sem framundan er í þróun ferðamannaleiðarinnar.