Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Stærsta rannsóknarverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi ýtt úr vör

Á mánudag var undirritaður samningur á milli Markaðsstofu Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum, um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi.

Á mánudag var undirritaður samningur á milli Markaðsstofu Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólans á Hólum, um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi.

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða ýmsa þætti sem varða markaðssetningu Norðurlands og þá markhópa sem sækja svæðið heim. Verkefnið er það stærsta sem ráðist hefur verið í hvað rannsóknir á ferðaþjónustu á Norðurlandi snertir og niðurstöðurnar gætu orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar rannsóknir í landshlutanum.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður RMF og Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar í Háskólanum á Hólum skrifuðu undir samninginn.

Verkefnið er stutt af bæði Eyþingi og Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gegnum Sóknaráætlanir, og mun því ná yfir allt Norðurland. Verkefnisstjóri þess hjá Markaðsstofu Norðurlands er Björn H. Reynisson.

Stefnt er að því að kynna niðurstöðurnar í lok ársins 2019 og lögð er áhersla á að ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi geti nýtt þær í sínu starfi. Þannig gæti verkefnið stuðlað að hnitmiðaðri og skilvirkari markaðssetningu á Norðurlandi og um leið eflt fagmennsku í ferðaþjónustu enn frekar.