Takk fyrir Mannamót 2025!
22.01.2025
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025 tókst frábærlega og um 1600 manns sóttu viðburðinn eða tóku á móti sem sýnendur. Aldrei hafa fleiri verið á Mannamótum í ár.
Norðlensk ferðaþjónusta var sem fyrr öflug á sýningunni, en þau voru um 70 sem er töluverð aukning frá síðasta ári. Tækifærin sem Mannamót skapa eru fjölbreytt og mörg, tengslin við annað fólk í ferðaþjónustu styrkjast og ný verða til. Við hlökkum strax til Mannamóta 2026!
Hér að neðan má sjá myndir og myndband frá deginum.