Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Veitingar beint frá býli skapa sérstöðu

Á bænum Vogum I í Mývatnssveit er rekin fjölbreytt ferðaþjónustustarfsemi, auk hefðbundins búskapar. Veitingahúsið Vogafjós er vinsæll viðkomustaður innlendra sem erlendra ferðamanna, en í tengslum við veitingastaðinn er einnig rekin sveitaverslun sem selur gjafavöru, minjagripi og handverksvörur. Einnig er rekið gistihús á bænum. Sérstaða Vogafjóss, sem veitingastaðar, felst í nánum tengslum starfseminnar við búskapinn á bænum, en gestum gefst tækifæri til að kíkja í fjósið, klappa kálfum og jafnvel fá að smakka ferska mjólk úr spena.

Á bænum Vogum I í Mývatnssveit er rekin fjölbreytt ferðaþjónustustarfsemi, auk hefðbundins búskapar. Veitingahúsið Vogafjós er vinsæll viðkomustaður innlendra sem erlendra ferðamanna, en í tengslum við veitingastaðinn er einnig rekin sveitaverslun sem selur gjafavöru, minjagripi og handverksvörur. Einnig er rekið gistihús á bænum. Sérstaða Vogafjóss, sem veitingastaðar, felst í nánum tengslum starfseminnar við búskapinn á bænum, en gestum gefst tækifæri til að kíkja í fjósið, klappa kálfum og jafnvel fá að smakka ferska mjólk úr spena.

Upplýsingamiðlun skiptir máli

Þórhalla Bergey Jónsdóttir, rekstrarstjóri Vogafjóss, greinir frá því að forsvarsaðilar Vogafjóss verði mikið varir við að gestir séu forvitnir um hvernig þau fara að hlutunum. Gestirnir spyrji mikið um matinn sem er á boðstólnum og framleiðsluhættina. „Þegar við miðlum þessum upplýsingum þá verða gestirnir gjarnan hissa, því ferskar afurðir beint af býli eru óvíða í boði. Þegar menn átta sig á sérstöðu varanna okkar eru menn einnig oft á tíðum tilbúnir til að borga hærra verð. Það skiptir máli að útskýra þetta fyrir gestunum.

Þórhalla Bergey bætir einnig við að öllum starfsmönnum í veitingasal sé uppálagt að miðla upplýsingum til gesta um starfsemina almennt á bænum og að boðið sé upp á veitingar beint frá býli.

Smelltu hér til að lesa meira

Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands hefur síðan 2022 unnið að ýmsum verkefnum sem hafa það að markmiði að hvetja til aukinnar vitundar um sjálfbærni í ferðaþjónustu. Í kjölfar greiningarvinnu sem unnin var með aðkomu Kontiki ráðgjafafyrirtækisins (sjá samantekt hér) var ákveðið að leggja höfuðáherslu á samfélags- og hagræna þætti í áframhaldandi umræðu um viðfangsefnið. Dregnar voru út tvær megináherslur:

1) Aukinn hagur heimamanna (benefits local communities)

2) Auknar heilsárstekjur (increases local creation, all year round).

Mörg ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa tileinkað sér gildi sjálfbærar þróunar. Þau eiga það sameiginlegt að hafa innleitt áherslur og/eða verkefni sem eru til þess fallin að efla sjálfbærni, m.a. með bættan hag nærsamfélagsins að leiðarljósi. MN hefur nú tekið saman frásagnir af starfi nokkurra þessara fyrirtækja. Tilgangur þessa er m.a. að auka vitund forsvarsaðila annarra ferðaþjónustufyrirtækja um sjálfbærni og hvetja þá til góðra verka.

Efnið sem birtist hér er tekið saman með stuðningi úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra.