Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vel heppnaður ársfundur Norðurstrandarleiðar

Ársfundur Norðurstrandarleiðar var haldinn á mánudag. Vegna aðstæðna í samfélaginu var ákveðið að halda fjarfund en ekki staðarfund eins og upphaflega var áætlað.

Ársfundur Norðurstrandarleiðar var haldinn á mánudag. Vegna aðstæðna í samfélaginu var ákveðið að halda fjarfund en ekki staðarfund eins og upphaflega var áætlað. Stór partur af því að vera meðlimur í Norðurstrandarleið er að hitta aðra meðlimi, kynnast þeim og skiptast á góðum ráðum og reynslusögum.

Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri Norðurstrandarleiðar, fór yfir stöðu verkefnisins og hvernig markaðssetning leiðarinnar hefur gengið undanfarið ár. Markaðsstofa Norðurlands hefur gefið út mikið af gagnlegu efni sem meðlimir og ferðaskrifstofur geta nýtt sér, í vöruþróun, almenna markaðssetningu og kynningu á leiðinni.

Á fundinum var farið yfir þróun á verkefni sem snýst um sögur á Norðurstrandarleið, en þeim hefur verið safnað á undanförnu ári og komið yfir á stafrænt form. Sögurnar eru nú í birtingu á vef Norðurstrandarleiðar og þar er einnig að finna upplestur á sögunum á íslensku og ensku. Sögunum er ætlað að veita gestum innsýn inn í líf fólks og samfélögin sem finna má á Norðurstrandarleið, með persónulegum hætti svo flestir geti tengt betur við frásagnirnar. Smelltu hér til að skoða sögurnar.

Starfsmenn MN hafa farið á nokkrar ferðakaupstefnur og vinnustofur erlendis í haust, sem hafa nú farið af stað aftur eftir hlé vegna heimsfaraldurs. Þar er Norðurstrandarleið ávallt mjög sýnileg og viðbrögð hjá hjá ferðaskrifstofum, bæði erlendis en einnig innanlands hafa verið mjög góð. Leiðin er nú komin í sölu hjá ferðaskrifstofum víðsvegar um heiminn.

Ársfundinum lauk með spjalli þáttakenda og almennt var hugur í fólki að vinna áfram að því að gera Norðurstrandarleið að áhugaverðum áfangastað á Íslandi, þar sem ferðalangar komast í kynni við persónulegar og einstakar upplifanir á hverjum degi.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér leiðina betur, gerast meðlimir og hjálpa til við að byggja upp eitt stærsta vörumerkið í íslenskri ferðaþjónustu. 

Smelltu hér til að sækja um aðild að Norðurstrandarleið.