Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Verðlaunað fyrir uppbyggingu við Goðafoss

Þingeyjarsveit hlaut í gær Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2020, fyrir uppbyggingu við Goðafoss.

Þingeyjarsveit hlaut í gær Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2020, fyrir uppbyggingu við Goðafoss. Verkefnið þótti hafa tekist afar vel, en byggðir voru göngustígar og útsýnispallar beggja vegna fossins sem gera aðgengi að honum gott allan ársins hring. Áætlað er að 500 þúsund gestir heimsæki fossinn árlega og þörfin fyrir uppbyggingu var því mikil. Goðafoss er einn af lykiláfangastöðum Demantshringsins.

Lesa má nánar um verðlaunin á heimasíðu Ferðamálastofu.