Fara í efni

Vinnufundir um vetrarferðaþjónustu og samfélagsmiðlanotkun

Markaðsstofa Norðurlands heldur vinnufundi á Norðurlandi í janúar. Tilgangur fundanna er að efla samstarf á milli ferðaþjónustuaðila og útbúa pakka til þess að ýta undir vetrarferðaþjónustu á svæðinu. Einnig verður farið í grunnatriði markaðssetningar á samfélagsmiðlum og hvað hafa þarf í huga við notkun þeirra.

ATH: Vinnufundunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 faraldursins.

Markaðsstofa Norðurlands heldur vinnufundi á Norðurlandi í janúar. Tilgangur fundanna er að efla samstarf á milli ferðaþjónustuaðila og útbúa pakka til þess að ýta undir vetrarferðaþjónustu á svæðinu. Einnig verður farið í grunnatriði markaðssetningar á samfélagsmiðlum og hvað hafa þarf í huga við notkun þeirra.

Mælt er með því að gestir fari í hraðpróf fyrir fundina en ekki verður þó gerð krafa um slíkt. Einnig biðjum við þátttakendur um að mæta ekki ef þeir finna fyrir minnstu einkennum Covid-19.

Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum og tímum:

11. janúar: Sauðárkróki, Grána bistro frá 13-15

11. janúar: Hvammstanga, fundarsalur SSNV frá 17-19

12. janúar: Mývatnssveit, Sel hótel frá 13-15.

13. janúar: Þórshöfn, Þórsver frá 13-15.

14. janúar: Akureyri, staðsetning óákveðin, frá 10-12