Vinnufundur með Voigt Travel og Kontiki
Þann 29. september 2025, kl. 13:00-15:30, verður haldinn vinnufundur í Hofi, Akureyri undir yfirskriftinni “Become a part of the future of North Iceland”.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands en að frumkvæði hollensku ferðaskrifstofnnar Voigt Travel og svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki, sem hafa verið brautryðjendur í leiguflugi til Akureyrar. Um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir stefnumótandi samtal um framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Athugið að fundurinn fer fram á ensku.
Á fundinum munu fulltrúar ferðaskrifstofanna fara yfir umsvif þeirra á Norðurlandi undanfarin ár, hvernig leiguflug þeirra til Akureyrar hefur gengið og hvernig áfangastaðurinn Norðurland stendur í samanburði við aðra áfangastaði á norðlægum slóðum. Einnig verða rædd tækifæri til frekari uppbyggingar í ferðaþjónustu á Norðurlandi með sjálfbærum hætti. Markaðsstofa Norðurlands verður með innlegg og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi munu deila sinni reynslu af áhrifum aukins millilandaflugs til Akureyrar. Í síðasta hluta fundarins verður vinnustofa, þar sem þátttakendum gefst kostur á að taka virkan þátt í samtalinu um hver séu næstu skref í átt að farsælli framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Til fundarins er boðið þingmönnum, ráðuneytisfólki, fulltrúum stofnanna og samtaka sem koma að ferðaþjónustu, fulltrúum sveitarstjórna og fólki sem starfar í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Við hvetjum öll til þess að mæta á fundinn og taka virkan þátt. Þátttaka er án endurgjalds, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram.
Dagskrá
- Address
Ásthildur Sturludóttir, Mayor of Akureyri - Developing North Iceland
Hjalti Páll Þórarinsson, Project Manager at Visit North Iceland - Become a part of the future of North Iceland
Bruno Bisig, General Manager of Kontiki and Marloes Meijer, Managing Director of Voigt Travel, part of Northbound Travel - The importance of international flights to Akureyri
- Steingrímur Birgisson, Höldur (Europcar)
- Freyja Rut Emilsdóttir, 1238 – The Battle of Iceland
- Aníta Elefsen, The Herring Era Museum
- Anton Freyr Birgisson, Geo Travel – Mývatn & Saga Travel - Akureyri
- Coffee break
- Workshop – Shaping the future of North Iceland
- Workshop results and closing remarks
- Meeting moderator
Arnheiður Jóhannsdóttir, Managing Director of Visit North Iceland