Vinnustofur í Brighton og Manchester
Fulltrúar 12 samstarfsfyrirtækja Markaðsstofu Norðurlands eru nú staddir á Bretlandi, þar sem þeir hafa tekið þátt í vinnustofum með fulltrúum breskra ferðaskrifstofa.
27.11.2025
Fulltrúar 12 samstarfsfyrirtækja Markaðsstofu Norðurlands eru nú staddir á Bretlandi, þar sem þeir hafa tekið þátt í vinnustofum með fulltrúum breskra ferðaskrifstofa.
Vinnustofurnar eru skipulagðar af Markaðsstofu Norðurlands og þangað fór Hjalta Páll fyrir hönd MN, ásamt Chris Hagan sem hefur áður starfað fyrir MN við að kynna norðlenska ferðaþjónustu á breskum markaði. Fyrri vinnustofan var haldin í Brighton, daginn eftir að flogið var frá Akureyri til London. Seinni vinnustofan var svo í Manchester, en þaðan heldur hópurinn aftur til Akureyrar á laugardag.
Með hópnum var jólasveinn úr Dimmuborgum, sem sló heldur betur í gegn og vakti kátínu allstaðar þar sem hann fór. Hann skoðaði sig um í Brighton eins og sést á myndunum og botnaði lítið í mörgu!