Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Akrahreppur

Verkefni 1: Bólugil
Bætt aðkoma fyrir ökutæki að gönguleið. Bætt aðgengi að röð sjö fossa, sem prýða gilið sem hægt er að ganga upp með bæði austan og vestan megin.

Verkefni 2: Kotagil
Bætt aðkoma að svæðinu fyrir ökutæki. Bætt aðgengi á jarðfræðilega áhugaverðri leiðinni um gilið að fossinum.

Verkefni 3: Merkigil
Verkefnið miðar að því að bæta innviði, bæta öryggi gesta og tryggja framtíðarnýtingu leiðarinnar um Merkigil. Stígurinn, sem er notaður bæði af göngufólki og hestamönnum telst torfær vegna hinnar mjóu og grýttu leiðar. Hin einstaka Monikubrú tengist svo verkefninu.

Verkefni 4: Austurdalur
Möguleikar Austurdals, sem framtíðar ferðamannasvæði eru miklir og mikilvægt er að unnin verði einhverskonar framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni. Innan um eru þó verkþættir, sem ekki ættu að bíða, svo sem stígurinn um Merkigil og aðgengið að kláfnum yfir austari Jökulsána hjá Skatastöðum.