Fara í efni
Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð

Verkefni 1: Bílastæði/Áningarstaður við upphaf gönguleiðar upp að Skeiðsvatni

Markmið verkefnisins er að auðvelda aðgengi ferðamanna og göngugarpa upp að Skeiðsvatni. Með bílastæði við upphaf gönguleiðarinnar þar sem finna mætti klósettaðstöðu væri aðgengi bætt og sá ágangur sem bæjareigendur í grenndinni verða fyrir á landi sínu í ag minnkaður til muna.

Verkefni 2: Göngubrú í Friðlandi Svarfdæla

Að loka gönguleið sem myndar hring í Friðlandi Svarfdæla. Áningarstaðurinn við Hrísatjörn yrði miðpunktur gönguleiðarinnar.

Verkefni 3: Útsýnispallur/Bílastæði í Múla fyrir miðnætursól/Norðurljós

Í Múla er að finna stórkostlegan stað fyrir miðnætursól að sumri og norðurljós að vetri vegna lítillar ljósmengunar. Þessi staður þarf mikla upplyftingu en gæti orðið vinsælasti staðurinn fyrir þessa sýn.

Verkefni 4: Þórslundur - Skógrækt

Að kolefnisjafna veru Varðskipsins Þórs við bryggju á Dalvík í rafmagnsleysinu í desember 2019. Kolefnisjöfnun sveitarfélagsins í heild yrði markmiðið því nú þegar hafa fyrirtæki haft samband sem vilja kolefnisjafna sína starfsemi.

Verkefni 5: Áningarstaður við Stærri-Árskógskirkju, við minnismerki um Látra-Björgu.

Þann 5. desember 2016 var reistur minnisvarði um skáldkonuna Látra-Björgu, Björgu Einarsdóttur og var hann af­hjúpaður við Stærra-Árskógskirkju á Árskógs­strönd. Áningarstaður við minnisvarðann myndi gera minningu skáldsins hærra undir höfði.