Fara í efni
Fjallabyggð

Fjallabyggð

Verkefni 1: Endurbygging Selvíkurvita á Selvíkurnefi Siglufirði

Verkefnið er einstakt og styður varðveislu menningarsögulegra minja en vitinn var byggður árið 1930 og er því rúmlega 90 ára gamall, menningarsögu og listir. Markmiðið er að bæta núverandi aðstöðu sem ferðamannastað og tryggja öryggi þeirra sem ferðast um svæðið og skoða vitann. Markmiðið er að auka gildi svæðisins til náttúruupplifunar og útiveru og gera svæðið að aðdráttarafli fyrir heimafólk jafnt sem ferðamenn að verðmætum menningarminjum í Siglufirði. Með endurbyggingu vitans verður til nýtt aðdráttarafl og ferðamannastaður í Siglufirði þar sem gestir munu njóta útsýnis yfir fjörðinn frá öðru sjónarhorni en hingað til hefur tíðkast.

Verkefni 2: Aðstöðuhús við Brimnes

Markmiðið er að skapa aðstöðu sem ekki er til staðar við Brimnesbakka í Ólafsfirði en svæðið er tilvalið til að upplifa miðnætursólina, norðurljósin, fuglalífið, fara í fjöruferðir, stunda sjósund og brimbretti allt árið um kring. Aðstaðan mun efla og styrkja Ólafsfjörð sem ferðamannastað á heilsársgrundvelli. Notendur aðstöðunnar eru íbúar Fjallabyggðar, gestir, sjósundskappar, brimbrettafólk og náttúruunnendur. Óhætt er að segja að Ólafsfjörður hafi átt frekar erfitt uppdráttar þegar kemur að fjölgun ferðamanna og afþreyingu hefur vantað. Verkefnið fellur undir heildarhugmynd hvað varðar þróun og uppbyggingu ferðamannastaða í Ólafsfirði en fjaran við Brimnes er vinsæl til útivistar.

Verkefni 3: Göngustígur að Selvíkurvita í Siglufirði

Hönnun og lagning 3 km gönguleiðar frá Skútuá við Ráeyri að Selvíkurvita. Stígurinn mun liggja að og frá rústum Evanger verksmiðjanna. Hér er um innviðauppbyggingu að ræða sem stuðlar að bættu öryggi ferðamanna og skapar nýtt aðdráttarafl á áður fáfarinni leið.

Hér verður til tilvalin gönguleið fyrir þá sem vilja skoða menningarminjar á borð við rústir Evanger verksmiðjunnar og ganga yfir að Selvíkurvita sem fyrirhugað er að endurbyggja í upprunalegri mynd. Gönguleiðin verður á allra færi og kjörið að njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna úr hinum margrómaða Siglufirði og njóta útsýnis yfir fjörðinn frá þessum stað.

Verkefnið mun auka gildi svæðisins til náttúruupplifunar og útiveru og verða aðdráttarafl fyrir heimafólk jafnt sem ferðamenn að verðmætum slóðum á Siglufirði. Hér er um verkefni að ræða sem tekur á verndun náttúru og sögu staðarins. Fjallabyggð er í mun að mæta þörfum heimamanna, ferðamanna og náttúrunnar og marga staði að finna víðs vegar í Fjallabyggð sem einkennast af náttúrufegurð og kyrrð og er þetta svæði þar engin undantekning.

Verkefni 4: Útivistar- og áningastaður við Ólafsfjarðarvatn

Bætir upplýsingagjöf og öryggi ferðamanna. Auka gildi svæðisins til náttúruupplifunar og útiveru og að svæðið verði aðdráttarafl fyrir heimafólk jafnt sem ferðamenn. Ólafsfjarðarvatn er á náttúruminjaskrá sem mjög sérstætt náttúrufyrirbrigði. Ávinningur af verkefninu felst fyrst og fremst í því að búa til aðstöðu sem ekki er til staðar og kallað hefur verið eftir í langan tíma.

Verkefni 5: Göngu og hjólastígur kringum Ólafsfjarðarvatn

Verkefnið er þegar hafið en lagður hefur verið um 900 m langur stígur frá Brimneshótel (Bylgjubyggð) til suðurs að austanverðu. Gert er ráð fyrir að á árinu 2020 verði kláruð hönnun og undirbúningsvinna. Verkefnið verður svo boðið út árið 2021. Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Fyrsti áfangi unnin 2021 og seinni 2022. Gert er ráð fyrir 2-3 áningastöðum við vatnið. Sett verða upp söguskilti við áningastaði og vegvísun við uppaf og enda leiðarinnar.