Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Grýtubakkahreppur

Grýtubakkahreppur

Verkefni 1: Fuglaskoðun við Bárðartjörn

Uppsetning fuglaskoðunarhúss, gerð göngustíga og bílastæðis, norðan Bárðartjarnar, við Þengilhöfða, til að bæta aðstöðu og laða að ferðamenn sem vilja skoða fugla og mynda.

Verkefni 2: Fuglaskoðun við og í Laufáshólmum

Bæta aðstöðu og aðgengi í hólmunum til að skoða fugla og mynda.

Verkefni 3: Gerð útsýnisstaðar við Knarrarnes

Breyta þarf gatnamótum Grenivíkurvegar við Víkurskarð og gera bílastæði. Með því verður slysahætta minnkuð og aðstaða bætt fyrir ferðamenn sem stoppa þarna til að njóta útsýnis yfir Eyjafjörð.

Verkefni 4: Gjögraskagi - Útivistarparadís

Gjögraskagi er vinsælt svæði til útivistar. Til að gera það aðgengilegra og öruggara fyrir ferðamenn þarf að leggja göngu-, hjóla- og reiðstíga og merkja leiðir sem fyrir eru. Með verkefninu verður aðgengi ferðamanna að svæðinu bætt og aðstaða þeirra sem um það fara.

Verkefni 5: Gamli Skóli

Skólahúsið á Grenivík var byggt árið 1925. Húsið er að mestu upprunalegt og aðdráttarafl í sjálfu sér, en hugmyndin er að setja þar upp safn merkilegrar skólasögu Grýtubakkahrepps, auk þess að gera húsið upp. Markmiðið er að gera Gamla Skóla að ákveðnum áfangastað, með uppsetningu safns um skólasögu, ásamt vinnu við að koma húsinu í sem upprunalegast horf, svo húsið geti einnig hýst listviðburði og sýningar, auk mögulega kaffihúss og upplýsingamiðstöðvar á sumrin.