Fara í efni

Húnaþing Vestra

Verkefni 1: Vatnsnes

Byggðir verða upp áningarstaðir á Vatnsnesi á stöðum sem eru tengdir sögu, menningu og náttúruupplifun s.s. sela- og fuglaskoðun. Markmiðið er að mæta auknum áhuga ferðafólks á Vatnsnesinu. Vatnsnesvegur er kominn inn í samgönguáætlun 2020-2034.

Verkefni 2: Borðeyri

Unnið verður að útfærslu og þróun Borðeyrar sem áfangastaðar í kjölfar skilgreiningar "verndarsvæðis í byggð". Unnið verður með þá möguleika sem saga og forn húsakostur bjóða upp á. Auk þess að möguleikar til náttúruskoðunar og sögutengds viðburðahalds verða efldir.

Verkefni 3: Hafnarsvæðið á Hvammstanga

Markmiðið er að sá hluti hafnarinnar sem næstur er Selasetrinu frá viðlegu kanti selaskoðunarbáts að selasetri og áfram eftir ströndinni eins og landnýting leyfir, fái meiri heildarásynd. Gera á hann meira aðlaðandi fyrir ferðafólk enda er hann annar upphafspunktur/endastöð Norðurstrandarleiðar. Skoðað verður að byggja upp grunnþjónustu svo sem salerni og lagningu gönguleiða meðfram ströndinni þar sem oft má sjá seli og jafnvel hvali.

Verkefni 4: Kolugljúfur

Kolugljúfur með sínum tilkomumiklu fossum er fyrir löngu orðið eitt af kennileitum svæðisins og sennilega einn fjölfarnasti áningarstaður ferðafólks í sveitarfélaginu sunnan hringvegar. Mikilvægt er að ljúka uppbyggingu og frágangi á svæðinu til að mæta aukinni umferð.

Verkefni 5: Reykir

Stefnt er að því að efla svæðið á Reykjum í Hrútafirði sem áfangastað. Á svæðinu er Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, einnig er þetta fuglaskoðunarstaður og svo er heitavatnsuppsprettuna nálægt skólanum. Markmiðið er að þessir staðir verði nýttir og heimsóttir af ferðafólki á heilsárs grundvelli. Svo má hugsanlega gera meira úr þeim minjum, sem tengjast veru breska setuliðsins á svæðinu.