Langanesbyggð
Verkefni 1: Stóri Karl
Helstu verkliðir: Hanna og setja upp upplýsingaskilti um fugla (bjargfugl og súlu) og fjarlægja skilti sem fyrir er. Bæta aðgengi fatlaðra sem er mjög erfitt.
Verkefni 2: Fontur
Bílar nálægt vitanum skemma útsýni og bílastæði illa merkt og illa afmarkað. Með verkefninu er meiningin að hefta för vélknúinna tækja að vitanum, þó þannig að umsjónaraðilar komist að vitanum. Þannig er ætlunin að tryggja betri upplifunin þeirra ferðamanna sem heimsækja vitann. Helstu verkliðir: Lagfæringar á bílastæði, merking á stæðinu, setja upp upplýsingskilti um sögu vitans og um Langanesröstina.
Verkefni 3: Hæðin við Sauðanes
Hæðin er mjög góður staður fyrir upplýsingar um Langanesið og Sauðaneshúsið. Helstu verkliðir: Gera bílaplan eða útskot og setja upp upplýsingaskilti um fuglalíf, búsetu og lausagöngu búfjár.
Verkefni 4: Stapinn við Bakkaflóa
Markmiðið er að vekja athygli a sérstakri náttúrusmíð við ströndina með miklu fuglalífi. Helstu verkliðir: Setja upp þjónustuskilti E0262 - gonguleið og E02.66 fuglaskoðun. Hönnun og uppsetning á fræðsluskilti um fugla og jarðfræði.
Verkefni 5: Gunnólfsvíkurfjall
Markmiðið er að gera betra aðgengi að fjallinu þar sem eitthvert besta útsýni er yfir Langanesið. Vegurinn upp á fjallið er lokaður með keðju í u.þ.b. 200 m hæð en fjallið er rúmir 700m. Vinna þarf í að fá betra aðgengi á fjallið. Helstu verkliðir: Gert hefur verið bílastæði / hringtorg ofar í fjallinu á afar fallegum stað með útsýni yfir Bakkaflóa. Ræða þarf við Lhg um að hækka keðjuna upp að hringtorginu við fyrstu beygju. Vatnsverndarsvæði er á þessum stað og þarf að girða í kring um það.