Norðurhjari
Verkefni 1: Heimskautsgerði á Raufarhöfn
Heimskautsgerðið á Raufarhöfn hefur þegar heilmikið aðdráttarafl, en það er lykilatriði fyrir svæðið að ljúka uppbyggingu þess, sem er hvergi nærri lokið. Fullklárað verk getur haft mikið aðdráttarafl líkt og Stonehenge í Bretlandi og skipt sköpum fyrir byggð á Raufarhöfn og nágrenni.
Verkefni 2: Gatanöf - bílastæði, göngustígur og merkingar
Gatanöf er falin náttúruperla rétt norðan við Húsavík. Uppbygging á Grænum Iðngörðum á Bakka skapar tækifæri til að auðvelda aðgengi að klettinum sem fær þá tækifæri til að verða vinsæll áfangastaður ferðafólks.
Verkefni 3: Botnsvatn, afleggjari frá Þeistareykjavegi
Gerður verði ný afleggjari frá Þeistareykjarvegi að Botnsvatni. Greiðari leið en núverandi vegur sem er mjög slæmur og barn síns tíma. Þannig móta nýja aðalleið að Botnsvatni, sem er vel þekkt útivistarperla meðal heimafólks og mikið nýtt einnig af ferðafólki.
Verkefni 4: Gönguparadísin Húsavík, viðhald göngustíga og merkingar
Viðhald á göngustígum og merkingar í takt við gönguleiðakort á heimasíðu Norðurþings. Að viðhalda stígagerð sem ráðist var í af miklum myndarskap í kringum aldamót. Mikill áhugi er hjá ferðafólki á að nýta gönguleiðir í bland við stóraukna notkun heimafólks.
Verkefni 5: Veggurinn, áningarstaður í Kelduhverfi
Að koma upp áfangastað við Vegginn í Kelduhverfi, en þar má sjá glögg merki flekaskilanna sem einkenna landið. Styrking á afþreyingu á Demantshringnum, einnig á Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way).