Skagabyggð
Skagabyggð
Verkefni 1: Kálfshamarsvík
Í Kálfshamarsvík er heilmikil saga og sýnilegar minjar um þorp sem eitt sinn iðaði af lífi. Staðurinn er orðinn vinsæll viðkomustaður ferðamanna, þar sem sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi trekkja að, en með uppbyggingu á svæðinu verður hægt að auka mikið aðdráttarafl hans, m.a. með aukinni fræðslu um söguna, auk þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru fyrir ágangi. Verkefnið er viðamikið og verður unnið í nokkrum áföngum.