Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skagafjörður

Skagafjörður

Verkefni 1: Staðarbjargavík

Bætt aðgengi með gerð útsýnispalla, stíga og stiga í Staðarbjargavík við Hofsós. Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi í Staðarbjargarvík, stýra umferð um svæðið, bæta öryggi ferðamanna og vernda svæðið fyrir átroðningi.

Verkefni 2: Glaumbær

Úrbætur að aðkomu ferðamanna í Glaumbæ. Markmiðið er að bæta aðkomu ferðamanna í Glaumbæ með það að leiðarljósi að bæta öryggi ferðamanna og annarra vegfarenda um svæðið.

Verkefni 3: Hólar í Hjaltadal

Uppbygging hins sögulega staðar Hóla í Hjaltadal sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Markmiðið er að bæta vegvísa, gönguleiðir, upplýsingagjöf, bílastæði, salernisaðstöðu, sem og að vernda minjar og náttúru á Hólum í Hjaltadal.

Verkefni 4: Kakalaskáli

Áframhaldandi uppbygging á hinum fjölfarna ferðamannastað Kakalaskála. Markmiðið er bætt aðgengi og áframhaldandi uppbygging á svæðinu í kringum Kakalaskála. 

Verkefni 5: Austurdalur

Bæta aðgengi og aðstöðu í Austurdal í Skagafirði, sem er mikil náttúruperla sem þarf að varðveita og bæta aðgengi að. Markmið verkefnisins er bætt öryggi við flutningskláf yfir Eystri-Jökulsá á Skatastöðum, gerð bílastæða, göngustíga og upplýsingaskilta.