Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skagaströnd

Skagaströnd

Verkefni 1: Spákonufellshöfði

Fuglaskoðunarhús er í byggingu og verið er að undirbúa framkvæmd á útsýnispalli aðgengilegum fyrir hreyfihamlaða. Búið er að bæta stígakerfi og ný skilti skv. Vegrúnarkerfinu eru í framleiðslu. Búið er að bæta aðgengi og bílastæði við inngang á svæðið. Ráðgert er að laga aðkomu við annan inngang á næsta ári og tengja betur við Höfnina. Markmið verkefnisins er að varðveita náttúru og fuglalíf á svæðinu á sama tíma og aðgengi gesta er bætt. Að vernda náttúru með betri stígum og merkingum á stígum. Að bæta almennt aðgengi sem og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Að uppfæra og miðla fræðslu um lífríki og sögu.

Verkefni 2: Hafnarhúsið

Hafnarhúsið er eitt elsta hús Skagastrandar, timburbygging sem var notuð í síldarvinnslu áður en Síldarverksmiðja Ríkisins var byggð á 5. áratugnum. Ráðgert er að gera upp Hafnarhúsið og koma fyrir í því aðstöðu fyrir ferðafólk og starfsfólk í fiskvinnslu á höfninni: salerni, kaffiaðstaða, upplýsingar o.fl. Húsið er í eigu sveitarfélagsins. Markmiðið er Að búa til aðstöðu fyrir sjómenn og ferðafólk. Að Hafnarhúsið verði upplýsingamiðstöð vegna ferðamennsku og sögu staðarins. Að Hafnarhúsið verði sjarmerandi og gagnlegur tengipunktur milli rótgróins sjávariðnaðar og vaxandi ferðamannaiðnaðar.

Verkefni 3: Hafnarstígurinn

Hafnarstígurinn tengir saman strandlengjuna frá miðbæ að hafnarsvæði. Nýr stígur og hvíldar/áfangastaðir á honum. Skipulag bæjarins er dreift, en stígurinn mun tengja saman alla helstu áfangastaði bæjarins. Framkvæmdir við nýja fráveitu eru í gangi og samhliða þeim er gerður nýr breiðari göngustígur við sjóinn. Með verkefninu er ætlunin að tengja saman miðbæinn, hafnarsvæðið og Spákonufellshöfða. Að búa til örugga og vandaða gönguleið fyrir ferðamenn og heimamenn. Að búa til áfangastaði við sjóinn sem og aðgengi að sjónum.

Verkefni 4: Sjóbað á Hólanesi

Á Hólanesi er frábært útsýni yfir á Strandir og góður staður til að baða sig í sjónum. Þar er ráðgert að búa til aðstöðumeð gufubaði og tröppum/stíg til að komast örugglega út í sjó til sunds og búa þannig til nýjan áfangastað sem veitir vellíðan og eflir heilsu.

Verkefni 5: Herring Hotel

Gamla Síldarverksmiðja ríksins á Skagastrandarhöfn er í eigu sveitarfélagsins. Ráðgert er að breyta verksmiðjunni í boutique hótel sem verður áfangastaður í sjálfu sér, umhverfisvottað og fallega hannað í endurgerðu húsnæði verksmiðjunnar. Hótelið og áætluð sjóböð munu virka vel saman sem aðdráttarafl. Vöntun er á hótelplássum á norðurlandi vestra og ekkert hótel er á Skagaströnd. Hótelið verður áfangastaður í sjálfu sér sem mun fjölga ferðamönnum og styrkja aðra ferðaþjónustu á svæðinu. Hótelið mun einnig hafa tengingu við lista- og vísindasenu Skagastrandar, sérstaklega á veturna. Artist / Scientist in Residency.