Fara í efni
Svalbarðsstrandarhreppur

Svalbarðsstrandarhreppur

Verkefni 1: Hjóla- og göngustígur I og II hluti

Bæta á umferðaröryggi og koma heitu vatni komið frá Vaðlaheiðargöngum að Skógarböðum. Sveitarfélagið ætlar að nýta þá framkvæmd til að leggja löngu tímabæran göngu og hjólastíg innan sveitarfélagsins.

Verkefni 2: Áningastaðir á göngu- og hjólastíg I og II hluta

Áningastaðir á hjóla- og göngustíg á hluta I og hluta II, upplýsingar um svæðið, örnefni, sögu, skóg og íbúa, búskap og atvinnuhætti, leiðin frá hreppsmörkum í suðri að hreppsmörkum í norðri. Gert er ráð fyrir að á áningastöðum á göngu- og hjólastíg verði útilistaverkum komið fyrir og leitast við að hafa þau gagnvirk og búa þannig til aðdráttarafl fyrir gesti sem eiga leið um ströndina og tengja listaverkin við starfsemi Safnasafnsins.

Verkefni 3: Göngleiðir í Vaðlaheiði og á Svalbarðseyri

Kortleggja helstu gönguleiðir í Vaðlaheiði, hnitsetja og gera aðgengilegar fyrir ferðamenn. Lengd og helstu áskoranir göngumanna kortlagarð. Sama verkefni fyrir gönguleiðir á Svalbarðseyri.

Verkefni 4: Útsýnispallur

Ferðamenn hafi gott aðgengi að útsýnispalli og þjónustusvæði, með nægum bílastæðum, sem tryggir öryggi þeirra fyrir umferð á þjóðvegi. Á slíku þjónustusvæði geti ferðamenn nálgast upplýsingar um svæðið, nýtt sér salernisaðstöðu og notið náttúru og útsýnis á öruggan hátt.