Þingeyjarsveit
Verkefni 1: Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss
Áframhaldandi uppbygging við Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss, bætt aðgengi og öryggi ásamt því að vernda svæðið. Þetta verkefni er hugsað sem fyrsti hlekkur í skipulagningu fossastígs upp með Skjálfandafljóti.
Verkefni 2: Göngu- og hjólreiðastígur umhverfis Mývatn
Áframhaldandi uppbygging göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn, 3. áfangi.
Verkefni 3: Þeistareykir
Hefja framkvæmdir samkvæmt deiliskipulagi sem klárast í haust og gerð þess var styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Meginmarkmið er að vernda hverasvæðið en jafnframt auðvelda aðgengi ferðafólks að svæðinu.
Verkefni 4: Höfði Mývatnssveit
Viðhald og endurnýjun göngustíga og öryggismál við Höfða í Mývatnssveit. Markmið verkefnisins er lágmarka ágang ferðamanna utan merktra gönguleiða með því að bera möl í stíga og afmarka gönguleiðir með böndum.
Verkefni 5: Kálfaströnd
Gerð deiliskipulags í landi Kálfastrandar og tengja þannig deiliskipulag Kálfastrandar við núverandi deiliskipulag Höfða. Tilgangurinn er að útbúa fólkvang/útivistarsvæði fyrir gesti og heimamenn.