Fara í efni

Kópasker HI Hostel / Farfuglaheimili

- Fyrirtæki á Norðurstrandarleið

Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu. Kópasker er kjörinn áningarstaður því í nágrenni við staðinn eru margar af náttúruperlum landsins. Ásbyrgi, sem er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri, er í rúmlega 30 km fjarlægð frá Kópaskeri. Í þjóðgarðinum eru margir áhugaverðir staðir t.d. Hljóðaklettur og Forvöð. Vatnsmesti foss Evrópu, Dettifoss, er í þjóðgarðinum og einnig er þar að finna minni fossa s.s. Hafragilsfoss og Vígabergsfoss. Á Melrakkasléttu er mjög fjölbreytt fuglalíf og Rauðinúpur ( sem er í 30 km fjarlægð frá Kópaskeri ) er kjörinn staður fyrir fuglaskoðara. Besti tíminn til fuglaskoðunar er í maí og september/október. Á Kópaskeri er mini golfvöllur og í Ásbyrgi er 9 holu golföllur. Á Snartastöðum sem er í nágrenni við Kópasker er mjög gott byggðasafn.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið gegnum heimasíðu

Kópasker HI Hostel / Farfuglaheimili

Kópasker HI Hostel / Farfuglaheimili

Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu. Kópasker er kjörinn áningarstaður því í nágrenni við staðinn eru margar af n
Kópasker

Kópasker

Kópasker er vinalegt sjávarþorp í Núpasveit við austanverðan Öxarfjörð sem rekur sögu sína aftur til ársins 1879 er það varð löggildur verslunarstaður
Tjaldsvæðið Kópaskeri

Tjaldsvæðið Kópaskeri

Tjaldsvæðið á Kópaskeri er við innkeyrsluna inn í þorpið. Þjónustuhúsið með tveim vöskum, sturtu og einu salerni blasir við en tjaldsvæðið sjálft er n
Melar Gistiheimili

Melar Gistiheimili

Gistiheimilið Melar er fjölskyldurekið gistihús á Kópaskeri, litlu þorpi við Öxarfjörð norður við heimskautsbaug. Húsið, sem er elsta íbúðarhús þorpsi
Vitinn á Kópaskeri

Vitinn á Kópaskeri

Auðveld og falleg ganga frá þorpinu að vitanum þar sem hægt er að upplifa mikið fulgalíf og jafnvel sjá seli synda um. 
Byggðasafn N.-Þingeyinga

Byggðasafn N.-Þingeyinga

Snartarstaðir eru í 2 km fjarlægð frá Kópaskeri og er þar einstök sýning á munum úr byggðarsafni N-Þingeyinga.  Á Snartarstöðum er að finna mikið úrva

Aðrir (1)

Skerjakolla Bakkagata 10 670 Kópasker 465-1150