Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Salthús Gistiheimili

- Fyrirtæki á Norðurstrandarleið

Gistiheimili, Salthús gallerí og gestavinnustofur listamanna á Skagaströnd.

Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili. Það fékk nafn sitt um 1950 þegar þar var saltaður saltfiskur á vegum fiskvinnslufélags Skagstrendings. Salthúsið er staðsett nyrst í bænum á Spákonufellshöfða, þar sem hægt er að skoða bæði sólsetur, norðurljós og fara í göngutúr eftir stígum á höfðanum.

Salthúsið er á tveimur hæðum og getur tekið á móti allt að 36 gestum. Á hverri hæð eru 7 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og vel útbúnu sameiginlegu eldhúsi. Á fyrstu hæðinni eru 4 fjölskylduherbergi með sjávarútsýni og aðgengi út í garð, þrjú tveggja manna herbergi með fjallasýn, þar af tvö með aðgengi fyrir fatlaða. Á efri hæðinni eru sjö hjónaherbergi með sjávarútsýni til suðurs eða fjallasýn til norðurs.

Í almennu rými Salthússins er rekið gallerí með sama nafni sem sýnir nútíma verk listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, en einnig verk annara listamanna innlendra sem erlendra.

Á Skagaströnd er hægt að njóta nátturunnar á göngu, fjallgöngu í golfi eða að veiða í vötnum og ám. Skaginn hefur upp á margvíslega náttúruupplifun að bjóða og ber Kálfshamarvík með sínu stuðlabergi, sel og fuglalífi þar hæst.

Salthús Gistiheimili

Salthús Gistiheimili

Gistiheimili, Salthús gallerí og gestavinnustofur listamanna á Skagaströnd. Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili.
Sundlaugin Skagaströnd

Sundlaugin Skagaströnd

Opnunartími í sumar:Mánudaga-föstudaga: 10:00-20:200Helgar: 13:00-17:00
Spákonufellshöfði

Spákonufellshöfði

  Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði skammt frá höfninni á Skagaströnd. Þar hafa verið merktar gönguleiðir og sett upp fræðsluskilti um fugl
Árnes

Árnes

Árnes nefnist elsta húsið á Skagaströnd. Sveitarfélagið lét gera það upp og tók í notkun sumarið 2009. Húsið er nú einstak dæmi um vistarverur fólks á
Spákonuhof

Spákonuhof

Spákonuhof á Skagaströnd Sýning, sögustund og spádómar.    Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hlut
Skagaströnd

Skagaströnd

Á Skagaströnd er að finna fagra náttúru í fjölbreyttu landslagi og gróðri hvert sem litið er. Glæsileiki Spákonufells trónir yfir bænum en þar eru sti
Tjaldsvæðið Skagaströnd

Tjaldsvæðið Skagaströnd

Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Í miðju svæðisins er gamall bæjarhóll þar sem bærinn Höfðahólar st

Aðrir (4)

Golfklúbbur Skagastrandar Höfði 545 Skagaströnd 892-5089
Harbour restaurant ehf. Hafnarlóð 7 545 Skagaströnd 555-0545
Hólanes veitingar ehf. Hólanesvegur 11, Kantrybaer 545 Skagaströnd 6912361
Kaffi Bjarmanes Bjarmanesi 545 Skagaströnd 867-6701