Fara í efni

Ársfundur Norðurstrandarleiðar 2022

Ársfundur Norðurstrandarleiðar verður haldinn á Hótel Natur í Eyjafirði, mánudaginn 14.nóvember kl.10:30-15:00.

Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á leiðinni og er dagskáin í grófum dráttum eftirfarandi:

  • Hver er staðan á verkefninu og hvað hefur verið gert síðasta árið
  • Innviðauppbygging og hvaða máli hún skiptir fyrir leiðina
  • Heimasíðan og uppfærsla á henni
  • Samskipti okkar við ferðaskrifstofur og blaðamenn
  • Breytingar á hetjuupplifunum


Eftir hádegi munu skráðir meðlimir og þeir sem vilja gerast nýjir meðlimir, hittast og taka spjallið.
Hvernig sjáum við fyrir okkur að Norðurstrandarleið þróist áfram? Hvað viljið þið fá útúr þessu verkefni og hvað má bæta?
Kynnumst hvort öðru betur því samstarf skiptir svo mikilu máli, stór partur af því að vera meðlimur í Norðurstrandarleið er að hitta aðra meðlimi, kynnast þeim og skiptast á góðum ráðum og reynslusögum.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Hádegismatur

Hægt verður að kaupa hádegismat, súpu og brauð á 2.000kr.