Fara í efni
Grundarreitur í Eyjafirði

Grundarreitur í Eyjafirði

Grundarreitur í Eyjafirði, lætur ekki mikið yfir sér og virðist tilsýndar e.t.v. ekki sérstakur. Hann er þó ekki síður merkilegur en Furulundurinn á Þingvöllum og hefur svipaða sögulega og fræðilega þýðingu fyrir skógrækt. Þessir tveir staðir marka upphaf skógræktar á Íslandi.

Skógurinn er ofan við veg þegar komið er að kirkjustaðnum Grund í innanverðum Eyjafirði. Hafa þarf augun hjá sér þegar ekið er í nágrenni Grundar því reiturinn getur auðveldlega farið fram hjá fólki. Stæði eru fyrir nokkra bíla þar sem gengið er inn í skóginn. Um reitinn liggja stígar og ýmsar trjátegundir eru merktar með tegundarheiti og gróðursetningarári. Reiturinn er því vísir að trjásafni. Áningarstaður með borðum og bekkjum er í miðjum reitnum. Í Grundarreit hafa verið haldnar listsýningar og aðrir viðburðir, en það merkilegasta við reitinn eru trén sjálf sem flest eru meira en aldargömul. Í miðjum reitnum er hóll, en af honum er ágætt útsýni og sagt er að í honum sé grafinn fjársjóður.

Nánari upplýsingar: Grundarreitur í Eyjafirði