Fara í efni
Reykjarhólsskógur

Reykjarhólsskógur

Reykjarhólsskógur er skógarreitur ofan byggðarinnar í Varmahlíð í Skagafirði. Hann tengist nærliggjandi svæðum og myndar fjölbreytt útivistarsvæði með merktum gönguleiðum. Best er að komast að Reykjarhólsskógi upp frá götunni Birkimel í Varmahlíð og taka svo fyrstu beygju til norðurs. Við aðkomuna að skóginum er knattspyrnuvöllur og tjaldsvæði.

Í skóginum eru merktar gönguleiðir og útsýnisskífa á Hólnum þar sem útsýni er mjög gott til allra átta. Áningarstaðir eru í skóginum með bekkjum og borðum. Aðliggjandi tjaldsvæði er ekki í umsjón Skógræktarinnar en er þó samliggjandi skóginum með góðri aðstöðu og leiktækjum. Saman myndar tjaldsvæðið með skóginum ákjósanlegan áningar- og dvalarstað fyrir ferðafólk.

Nánari upplýsingar: Reykjarhólsskógur