Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þingeyjarsveit - stöðugreining og aðgerðaáætlun

Markaðsstofa Norðurlands  í samstarfi við Mývatnsstofu og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, hefur á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.
Markaðsstofa Norðurlands  í samstarfi við Mývatnsstofu og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, hefur á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.

Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit. Einnig að móta áherslur fyrir markaðssetningu á næstu árum, með áherslu á vetrartímann.
Opin vinnustofa var haldin í maí í tengslum við verkefnið. Markmið hennar var að fá fram sjónarmið fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja í Þingeyjarsveit, íbúa, sem og fulltrúa sveitarstjórnar, til frekari uppbyggingu og markaðssetningu greinarinnar. MN hefur tekið saman niðurstöður þessa verkefnis sem byggja ekki síst á þeim sjónarmiðum sem komu fram á vinnustofunni. Niðurstöðurnar má kynna sér í skjalinu hér að neðan.
Aðilar verkefnisins vinna nú að frekari útfærslu þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í samkvæmt niðurstöðum verkefnisins.