Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Chris Hagan kynnir Norðurland í Bretlandi

Chris Hagan hefur verið ráðinn tímabundið til að kynna Norðurland sem áfangastað fyrir breskan markað og sérstaklega í tengslum við flug easyJet.  Verkefnið er hluti af samstarfi Markaðsstofu Norðurlands, Íslandsstofu, Isavia og Austurbrúar í verkefninu Nature Direct.

Chris Hagan hefur verið ráðinn tímabundið til að kynna Norðurland sem áfangastað fyrir breskan markað og sérstaklega í tengslum við flug easyJet.  Verkefnið er hluti af samstarfi Markaðsstofu Norðurlands, Íslandsstofu, Isavia og Austurbrúar í verkefninu Nature Direct.

Hann er norðlenskri ferðaþjónustu vel kunnugur en Chris sá um ferðir bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar frá 2018-2019, sem hlutu frábærar viðtökur og gengu vel allt þar til móðurfélag Super Break fór í þrot. Hann stýrir nú sjálfur sinni eigin ferðaskrifstofu í Bretlandi en samanlagt hefur hann yfir 25 ára reynslu í ferðaþjónustu, ráðgjöf til flugfélaga og ferðamálastofa víðsvegar um heiminn.

Tengslin við Norðurland eru afar sterk og Chris hefur verið reglulegur gestur hér á undanförnum árum. Tengsl hans við breskan markað munu nýtast afar vel og hefur hann nú þegar hafist handa við að kynna áfangastaðinn.

Til að ná sambandi við hann er hægt að senda póst á uk@northiceland.is