Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Flugþróunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Markmiðið með Flugþróunarsjóði er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði Með því er stuðlað að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu, bættri nýtingu innviða ríkisins, bættum búsetuskilyrðum og lífsgæðum heimamanna og bættum rekstrarskilyrðum atvinnureksturs á Norður- og Austurlandi.
#northiceland
#northiceland

Markmiðið með Flugþróunarsjóði er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði  Með því er stuðlað að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu,  bættri nýtingu innviða ríkisins, bættum búsetuskilyrðum og lífsgæðum heimamanna og bættum rekstrarskilyrðum atvinnureksturs á Norður- og Austurlandi.

Flugþróunarsjóðurinn veitir tvenns konar styrki: 

Styrkir úr leiðarþróunardeild miðast við ákveðna upphæð fyrir hvern farþega sem lendir á Akureyri eða á Egilsstöðum.

Styrkir úr markaðsþróunardeild eru ætlaðir til kynningar á þeim flugleiðum sem um ræðir.

Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2016. Umsóknum skal skilað rafrænt á sérstöku umsóknareyðublaði til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á netfangið postur@anr.is

Nánari upplýsingar.

https://www.atvinnuvegaraduneyti.is/idnadar-og-vidskiptamal/frettir/stjorn-flugthrounarsjods-auglysir-eftir-umsoknum-um-styrki-1