Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samstillt samfélagsmiðlaherferð samstarfsfyrirtækja og Markaðsstofu Norðurlands vegna easyJet

Í næstu viku hefst samstillt samfélagsmiðlaherferð hjá Markaðsstofu Norðurlands og samstarfsfyrirtækjum, sem vilja taka þátt.

Í næstu viku hefst samstillt samfélagsmiðlaherferð hjá Markaðsstofu Norðurlands og samstarfsfyrirtækjum, sem vilja taka þátt. Markmiðið er annars vegar að vekja athygli á beinu flugi easyJet frá London til Akureyrar og hinsvegar að kynna Norðurland sem vetraráfangastað í heild. Þá sýna samstarfsfyrirtækin einnig með þessu að þau séu meðlimir í Markaðsstofunni – Visit North Iceland. Með þessu fæst slagkraftur og norðlensk ferðaþjónusta slær svipaðan tón á samfélagsmiðlum inn í veturinn.

Herferðin hefst þriðjudaginn 5. desember.

Tölvupóstur með nánari upplýsingum um verkefnið hefur verið sendur til samstarfsfyrirtækja, en þau sem ekki fengu póstinn eða vilja fá nánari upplýsingar geta óskað eftir þeim með því að senda póst á rognvaldur@nordurland.is.

Mánudaginn 4. desember verður stuttur kynningarfundur á Teams, klukkan 10:30. Þar verða veittar nánari upplýsingar og hægt að spyrja spurninga.

Smelltu hér til að skoða upptöku frá fundinum