Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Transavia selur flugsæti til og frá Akureyri

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur.

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar, en flugið er tilkomið vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem býður upp á skipulögð ferðalög um Ísland frá Akureyri. Transavia selur hins vegar aðeins sætin, óháð Voigt Travel, og má því segja að í fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði til og frá Akureyri til Hollands.

Ljóst er að þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, en einnig fyrir aðrar atvinnugreinar. Norðlendingar hafa nú enn fleiri tækifæri til að kaupa stök flugsæti til Rotterdam, en þessu til viðbótar selur Ferðaskrifstofa Akureyrar stök sæti, sem og pakkaferðir, til Rotterdam. Vert er að minnast á að frá Rotterdam er svo hægt að fljúga áfram til annnarra áfangastaða, en þeir skipta tugum.

Markaðsstofa Norðurlands fagnar þessum stóra áfanga, sem er árangur af áralöngu starfi Flugklasans AIR 66N sem Markaðsstofan heldur utan um. Það er mjög ánægjulegt að geta tilkynnt um aukna umferð um Akureyrarflugvöll og meiri sýnileika áfangastaðarins Norðurlands og auka þannig framboð á flugsætum til Íslands.