Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Undirrituðu samning um viðbyggingu við Akureyrarflugvöll

Í gær var undirritaður samningur milli Isavia Innanlandsflugvalla og Byggingarfélagsins Hyrnu um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli

Í gær var undirritaður samningur milli Isavia Innanlandsflugvalla og Byggingarfélagsins Hyrnu um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Samningurinn var undirritaður í núverandi flugstöð við hátíðlega athöfn, sem var þó fámenn vegna áhrifa heimsfaraldursins.

Markaðsstofa Norðurlands fagnar þessum áfanga í uppbyggingu flugvallarins. Viðbyggingin mun gjörbreyta aðstöðu í flugstöðinni og er í raun grundvöllur þess að hægt verði að halda úti reglulegu millalandaflugi í framtíðinni. Hún mun einnig skapa tækifæri í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðaskrifstofum og flugfélögum, sem horfa til þeirrar aðstöðu sem er í boði þegar verið er að skoða nýja áfangastaði.