Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dalvík Hostel

Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili og Vegamót smáhýsi.

Við rekum fjölskyldufyrirtæki á Dalvík þar sem við bjóðum mismunandi gistingu auk þess að reka kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi.

Gistingin sem við bjóðum er þessi:

Þrjú 15 ferm. smáhýsi á Dalvík, hvert með hjónarúmi og svefnsófa/stöku rúmi, einfaldri eldhúsaðstöðu með tveimur eldarvélarhellum, ísskáp og flestum tólum og tækjum til einfaldrar matargerðar. Snyrting með vaski en ekki sturta, gestir smáhýsanna fá frían aðgang í Sundlaug Dalvíkur sem er í aðeins 250m fjarlægð. Heitur pottur og tunnusána í garðinum. Gisting gæti hentað 3 fullorðnum eða fjölskyldu með 1 - 2 börn. Frítt þráðlaust internet. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís. 

Sjá nánar 

Gamli bærinn á Dalvík er 30 ferm. 107 ára gamalt hús með sögu. Það er uppgert í upprunalegum stíl og er vinalegur og rómantískur staður til að gista á. Eldhús, snyrting með sturtu, stofa, frítt þráðlaust internet. Heitur pottur og tunnusána í garðinum (samnýtt með gestum smáhýsanna). Tvíbreitt rúm í stofu, dýnur á lofti. Gisting ætluð mest 4 fullorðnum en mögulega fleirum ef um er að ræða fjölskyldu með yngri börn. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís.

Sjá nánar 

Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili er tveggja hæða hús með 7 herbergjum, (einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, þrjú þriggja manna og svo fimm manna og sex manna herbergi). Þarna geta 20 manns gist. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum, einfalt eldhús á neðri hæð, fullbúið eldhús með setustofa á efri hæð. Frítt þráðlaust internet og einnig tölva í setustofu. Huggulegt og fallega skreytt hús sem hefur hlotið lof gesta sem þar hafa gist. Vinsæll gististaður fjölskyldna og hópa sem leigja oft húsið í heilu lagi í vetrarfríum, á skíðamótum eða kring um páska og aðra hátíðis- og frídaga. Frábær staðsetning og aðstaða fyrir fjallaskíðahópa, gönguhópa. Staðsett í miðju bæjarins við aðalgötuna, Hafnarbraut 4.

Sjá nánar 

Stutt er í alla hluti á Dalvík, matvöruverslun, vínbúð og fatahreinsun, Grímseyjarferjuna, Sundlaug Dalvíkur og byggðasafn, frábær hvalaskoðun bæði frá Dalvík og frá Hauganesi. Við rekum einnig skemmtilegt, kaffihús/bar Bakkabræðra Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal en þar er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað með anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks mars - maí, fiskisúpa, bjórbrauð, salat, kaffi og kökur ásamt heimabjórnum Kalda! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið/gamla bíóið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða fyrir uppákomur og sýningar.

Sjá nánar 

Skíðasvæðið okkar er aðeins um 800m frá miðju bæjarins! Á veturna erum við algjörlega miðsvæðis hvað varðar skíðaiðkun á svæðinu, rúmlega 30 km til bæði Akureyrar og Siglufjarðar ef gestir vilja fjölbreytni í skíðaiðkun sinni. Vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks alls staðar úr heiminum.

Hægt er að bóka alla gistingu með því að heimsækja heimasíðuna okkar eða hafa samband með tölvupósti: vegamot@vegamot.net eða með því að hringja í síma 699 6616.

Dalvík Hostel

Dalvík Hostel

Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili og Vegamót smáhýsi. Við rekum fjölskyldufyrirtæki á Dalvík þar sem við bjóðum mismunandi gistingu auk þess
Hótel Dalvík

Hótel Dalvík

Hótel Dalvík er staðsett miðsvæðis í sjávarþorpinu Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring.  Hótelið er
Gísli, Eiríkur, Helgi - Kaffihús

Gísli, Eiríkur, Helgi - Kaffihús

Kaffihús Bakkabræðra, Gísl, Eiríkur, Helgi. Á Dalvík finnur þú kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræ
Tjaldsvæðið Dalvík

Tjaldsvæðið Dalvík

Tjaldsvæðið er við suðurinnkeyrsluna í bæinn (þegar komið er frá Akureyri) alls 9.500 fermetrar að stærð.  Það stendur við hlið íþróttasvæðisins, skól
Sundlaugin Dalvík

Sundlaugin Dalvík

 Sundlaug Dalvíkur var tekin í notkun haust 1994. Sundlaugin er þekkt fyrir fallegan byggingarstíl og hið frábæra útsýni hvort sem er úr pottum eða tu
Arctic Sea Tours ehf.

Arctic Sea Tours ehf.

Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla v
Viking Heliskiing

Viking Heliskiing

Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Þverá í Ólafsfirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fj
Fjaran á Dalvík

Fjaran á Dalvík

Í Dalvíkurhöfn er lítil trébrú þar sem hægt er að komast að svartri sandströnd. Hægt er að ganga að Svarfaðardalsá. Takið ykkur tíma, stoppið og fylgi
Menningarhúsið Berg

Menningarhúsið Berg

Menningarhúsið Berg  er staðsett á Dalvík, í hjarta bæjarins. Bókasafn Dalvíkurbyggðar hefur fast aðsetur í húsinu en auk þess er þar glæsilegur fjöln
Café Aroma

Café Aroma

Við erum kaffihús sem er staðsett í Menningarhúsinu Berg á Dalvík Við bjóðum uppá dýrindis kökur , Cesar salatið vinsæla gómsætar lokur og margt fleir
Upplýsingamiðstöð Dalvíkur - (Svæðismiðstöð)

Upplýsingamiðstöð Dalvíkur - (Svæðismiðstöð)

Upplýsingamiðstöð Dalvíkur er opin sem hér segir: Sumar (1. júní - 31. ágúst):Virkir dagar 10:00 - 17:00Laugardagar: 12:00 - 17:00Sunnudagar: Lokað Ve
Byggðasafnið Hvoll

Byggðasafnið Hvoll

Sumarið 2023:Vegna framkvæmda verður safnið ekki opið almenningi sumarið 2023. Hægt er að hafa samband við Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumann sa
Grímseyjarferjan Sæfari

Grímseyjarferjan Sæfari

Ferjan Sæfari er með áætlun milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið. Siglingin tekur um 3 klst. hvora leið og tekur ferjan alls um 108 farþega. Yfir v
Skíðasvæði Dalvíkur - Böggvisstaðafjalli

Skíðasvæði Dalvíkur - Böggvisstaðafjalli

Skíðasvæðið á Dalvík er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og býður upp á fjölbreyttar brekkur með tveimur skíðalyftum, en á svæðinu er 1.200 metra löng
Dalvík

Dalvík

Fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar frá fyrstu hendi er Dalvík í Dalvíkurbyggð tilvalinn áfangastaður en sveitarfélagið liggur við náttúruparadísina
Karlsá gistiheimili

Karlsá gistiheimili

Karlsá er reisulegt hús á 3 hæðum, staðsett nokkrum kílómetrum norðan við Dalvík. Tilvalið fyrir stórar fjölskyldur, pör eða hópa sem vilja slaka á í

Aðrir (10)

Akureyri E-bike Tours Huldugil 29 603 Akureyri 869-0923
Arctic See Angling and Hunting Böggvisbraut 6 620 Dalvík 663-8828
Gistiheimilið Höfði Hrísahöfði 620 Dalvík 7892132
Gregors Goðabraut 3 620 Dalvík 466-1213
Olís - Þjónustustöð Skíðabraut 21 620 Dalvík 466-1832
Tjaldvagnaleiga Dalvíkur Ásvegi 8 620 Dalvík 892-1418
Tomman Hafnarbraut 21 620 Dalvík 466-1559
Tungnahryggsskáli - Ferðafélag Svarfdæla Brimnes 620 Dalvík 896 3775
Tvistur Hestaþjónusta Ytra Holt 620 Dalvík 861-9631
Ævar og Bóas ehf. Sandskeið 14 620 Dalvík 898-3345