Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kakalaskáli

Í Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Sýninguna prýða 30 listaverk sem unnin eru af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum. Jón Adólfs Steinólfsson, myndhöggvari, var listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Sturlungaöldin einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd. Skagafjörður varð miðpunktur þessara átaka og þar voru háðar nokkrar af stórorrustum Sturlungaaldar. Meðal þeirra var Haugsnesbardagi sem fram fór þann 19. apríl 1246 og er hann mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi.

Við Kakalaskála er að finna stórt útilistaverk, Sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246 (Grjótherinn). Verkið var sett upp af Sigurði Hansen.

Hægt er að kaupa app (smáforrit) þar sem Sigurður býður upp á leiðsögn um sviðsetningu Haugsnesbardaga þar sem hann segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarrás bardagans. Sjá nánar á https://www.kakalaskali.is/appid 

Í Kakalaskála er hlýlegur, timburklæddur salur sem nýtist undir ýmiskonar viðburði og veislur. Þar hefur verið boðið upp á fyrirlestra sem tengjast sögu og menningu, ráðstefnur, málþing og tónleika.

Á staðnum er Vinnustofa Maríu þar sem er að finna handverk og ýmislegt gamalt og nýtt.

Opnunartími sögu- og listasýningar: 

Alla daga frá kl. 13-17 frá 1. júní - 31. ágúst nema mánudaga. 

Utan þess tíma eftir samkomulagi: 8992027 (Sigurður), 8658227 (María), 6708822 (Esther)

Aðgangur: 3000 kr. / Eldri borgarar 2500 kr. Frítt fyrir yngri en 12 ára

Opnunartími Sviðsetningar Haugsnesbardaga (Grjóthersins):
Alltaf opið, Frítt inn

Opnunartími Vinnustofu Maríu: Fylgir opnunartíma sögu- og listasýningar: 8658227 (María)

Kakalaskáli

Kakalaskáli

Í Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Sýninguna
Áskaffi góðgæti

Áskaffi góðgæti

Verið velkomin í félagsheimilið Héðinsminni í Skagafirði þar sem Áskaffi góðgæti býður matseðilfyrir hópa sem eru áhugasamir um að bragða heimilislega

Aðrir (1)

Ferðaþjónustan Syðstu-Grund Syðsta-Grund 560 Varmahlíð 453-8262