Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skotveiði

Ísland býður upp á ýmsa valkosti fyrir skotveiðifólk. Þær tegundir sem helst eru veiddar eru hreindýr, vissar tegundir anda og gæsa sem og sjófugl. Ýmist er skotið á afréttum eða eignarlöndum, en einnig niður við ströndu og á sjó.

Iceland Hunting Guide
Iceland Fishing Guide
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. Sjá einnig www.icelandicadventures.is
Icelandic Adventures
 Vélsleðaferðir Þú getur valið um 1-2 klst vélsleðaferð, ævintýraferð eða fjölskylduferð.Upplifðu vetrarævintýri á norðurlandi á vélsleða í nágrenni Akureyrar –spennandi leið til að kanna stórbrotna náttúru norðursins. Þessi ferð býður uppá ógleymanlega reynslu um hrjóstrugt landslag og er fullkomin fyrir þá semvilja njóta fegurðar og spennu vetrarins á norðurlandi.  Einnig bjóðum við upp á dorgveiði ferðir í nágrenni Akureyrar.  
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
North East Travel
Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.
Brúnastaðir
Brúnastaðir er fjölskyldurekið bóndabýli í Fljótum í Skagafirði. Þar er rekin ferðaþjónusta með áherslu á sveitina, dýrin og heimagerðar afurðir. Á staðnum er dýragarður, matvælaframleiðsla og lítil sveitabúð. Dýragarður og sveitabúð Í húsdýragarðinum á Brúnastöðum má finna öll íslensku húsdýrin ogleiktæki fyrir börnin. Þar eru meðal annars geitur, grísir, kanínur, hænur, kalkúnar, lömb, kálfar og hestar – fullkomið fyrir fjölskyldur sem vilja kynnast sveitinni á lifandi hátt.  Sveitabúðin býður upp á úrval af vörum úr héraði, þar á meðal geitaosta sem gerðir eru á staðnum og aðrar afurðir beint frá búinu. Einnig er hægt að fá rjómaís úr vél, íspinna, kaffi, heimabakað kruðerí og svalandi drykki. GistingÁ Brúnastöðum er til leigu nýlegt og glæsilegt sumarhús rétt við Miklavatn í Fljótum. Húsið er 60 m² að stærð með stóru svefnlofti yfir öllu húsinu. Á neðri hæð er rúmgóð forstofa, vel útbúið eldhús með stórum ísskáp, keramikhelluborði, ofni, uppþvottavél og örbylgjuofni. Borðstofa og stofa eru samliggjandi, með sjónvarpi og fríu netsambandi. Á hæðinni eru tvö tveggja manna herbergi með fataskápum og tvö rúmgóð baðherbergi með sturtu. Á efri hæð er stórt svefnherbergi með fjórum rúmum og svefnloft með þremur rúmum. Í svefnherberginu eru svalir með frábæru útsýni yfir sveitina. Alls eru 11 svefnpláss í húsinu auk barnarúms. Stór pallur umlykur húsið, að hluta til yfirbyggður, með rampi sem hentar hreyfihömluðum gestum. Á pallinum er einnig stór heitur pottur og gott gasgrill. Útsýnið frá húsinu er einstaklega fallegt, með Miklavatn í næsta nágrenni. Gestir geta keypt veiðileyfi í vatnið beint hjá húsráðendum.  

Aðrir (4)

Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
FishIceland Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
Icelandic Hunting Adventures Brúnahlíð 5 605 Akureyri 896-8404
Arctic See Angling and Hunting Böggvisbraut 6 620 Dalvík 663-8828