AKUREYRI - GAKKTU Í BÆINN!
Hvað veistu um Akureyri? Fallegur Lystigarður? Glæsileg sundlaug? Ó, já! Og
margt, margt fleira. Akureyri er blómlegur bær með iðandi mannlífi sem tekur
ferðalöngum opnum örmum.
Við erum leiðsögumenn með víðtæka reynslu og getum frætt ykkur um sögu bæjarins og sýnt ykkur nokkrar af perlum hans. Þetta eru gönguferðir á rólegu nótunum. Ef þið viljið getum við líka sérsniðið ferðir fyrir ykkur. Verðið er 3500 kr á mann en frítt fyrir 12 ára og yngri. Lágmarksfjöldi í ferð eru 5 fullorðnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Elín, Margrét, Nanna, Rósa, Sigrún og Yngvar
UPPLÝSINGAR OG PANTANIR
facebook.com/walkandvisit eða í síma 623 9595
FJÖLSKYLDUGANGA
Fjölskylduferð með ís-stoppi - 2-3 klukkutíma ganga
Gangan hefst við Menningarhúsið Hof og þaðan er gengið meðfram sjónum í áttina að Innbænum. Saga húsanna og saga bæjarins verður í forgrunni. Besti ís á landinu fæst í Brynju og auðvitað stoppum við þar. Bragðarefur eða bara gamaldags ís í kramarhúsi. Akureyri er brekkubær og við leggjum á brattann og förum í Lystigarðinn, stoltið okkar. Við fræðum ykkur um garðinn og konurnar
sem gerðu hann frægan. Síðan skilja leiðir. Hvort sem þið viljið sleikja sólina á grasflötinni, fá ykkur hressingu í litla veitingahúsinu í garðinum eða fara beint í sund, þá er valið ykkar.
RÓMANTÍSK SÍÐDEGISGANGA
Rómantísk síðdegis- eða kvöldganga með kaffisopa í Innbænum - 2-3
klukkutíma létt ferð Gangan hefst við Menningarhúsið Hof og þaðan er gengið meðfram sjónum í áttina að Innbænum. Við segjum ykkur frá gömlu húsunum og sögur af fólkinu sem þarna
bjó. Við stöldrum við Laxdalshús, Höepfnershús, gamla apótekið og Gudmanns Minde. Áfram örkum við inn eftir Aðalstræti, framhjá Minjasafninu og Nonnahúsi.
Innst í götunni bíður heitt kaffi á könnunni og tækifæri til þess að rabba um lífið og tilveruna í bænum við Pollinn.
SÉRSNIÐNAR FERÐIR
Ef þið eruð með ykkar eigin hugmyndir og óskir viljum við endilega láta drauminn rætast. Það er margt að sjá á Akureyri og nágrenni. Við getum skipulagt ferð fyrir fjölskylduna eða hópinn ykkar fram í Kjarnaskóg eða í Krossanesborgir, á Eyrina eða í Bótina. Við getum búið til skemmtilega upplifun fyrir barnafjölskyldur eða vinahópa. Möguleikarnir eru endalausir. Hafið samband við okkur með nokkurra daga fyrirvara og við komum með áhugaverðar tillögur. Það er eitthvað fyrir alla í höfuðstað Norðurlands.