Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þegar komið er inná Norðurland er Laugarbakki fyrsti stoppistaður, fínn veitingastaður á hótelinu og notarleg stemmning í þessu litla þorpi. Næst er stefnan tekin á Hvammstanga, það er um 10 mín akstur. Á Hvammstanga er gott tjaldsvæði, gistiheimili og hótel en þar er jafnframt veitingastaður sem býður uppá ferskt og gott hráefni með mögnuðu útsýni.

Hægt er að nota tímann á Hvammstanga til að skoða Selasetur Íslands og fyrir þá sem hafa áhuga á íslensku handverki þá er hægt að fara í heimsókn í prjónaverksmiðjuna Kidka. Njóta þess að rölta um hafnarsvæðið og slaka á í þessu litla sjávarþorpi.

Að keyra Vatnsnesið er einstaklega skemmtilegt, passið að missa ekki af Hamarsrétt þegar þið leggið af stað frá Hvammstanga. Það er fjárrétt staðsett í fjörunni sem er alveg sérstakt á Íslandi. Á leiðinni er líka ómissandi að rifja upp söguna um Agnesi og Natan. Eitthvað sem öll fjölskyldan getur rætt um í bílnum. Stoppa á Illugastöðum þar sem morðin voru framin og skoða rústirnar sem standa eftir. Þar er líka hægt að rölta um og freista þess að sjá seli, Vatnsnesið er jú besta svæðið á Íslandi til að skoða seli.

Haldið áfram keyrslunni um þetta fallega nes og njótið útsýnisins, á góðviðrisdögum er hægt að sjá yfir til Vestfjarða. Hvítserkur er sennilega frægasti sjóklettur okkar Íslendinga en alltof fáir sem hafa gefið sér tíma til að skoða hann. Þegar er fjara er einnig hægt að ganga alveg uppað Hvítserk og taka skemmtilegar myndir.

Næst yrði tilvalið að stoppa hjá Borgarvirki sem er 10-15 metra hátt stuðlaberg. Einstakt náttúrufyrirbæri þar sem er mjög víðsýnt yfir stóran hluta héraðsins. Fínasta hreyfing fyrir unga sem aldna. Skemmtilegt að setjast inní virkið og gæða sér á nesti.

Nokkur gistiheimili eru á svæðinu og einnig nokkurt úrval staða til að fá sér að borða.

Laugarbakki
Hvammstangi
Illugastaðir
Selasetur Íslands
Hvítserkur
Borgarvirki
Borðeyri

Bæir og þorp

Borðeyri

Borðeyri

Borðeyri stendur við Hrútafjörð. Hún tilheyrði áður Bæjarhreppi en nú nýverið samþykktu íbúar hreppsins að sameinast sveitarfélaginu Húnaþingi vestra.
Laugarbakki

Laugarbakki

Laugarbakki stendur við þjóðveginn ofan við Miðfjarðará. Þar er jarðhiti sem nýttur er fyrir þorpið og þéttbýlið á Hvammstanga.
Hvammstangi

Hvammstangi

Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni Húnaþings vestra. Verslunarsaga staðarins nær yfir rúm 100 ár og er Verslunarminjasafnið gott dæmi um hvernig v