Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðinni er nú heitið í Mývatnssveit en á leiðinni má ekki missa af Goðafossi og jafnvel fræða fjölskylduna um söguna af Þorgeir Ljósvetningagoða. Í Bárðardal er einnig að finna hinn magnaða Aldeyjarfoss.

“Mývatnssveitin er æði” segir í einhverju lagi og það er svo sannarlega rétt. Hér eru margar af helstu náttúruperlum Norðurlands svo sem Dimmuborgir, Hverir, Námafjall, Stóra Víti, Höfði og Grjótagjá. Auk þess er fuglalífið einkar fjölskrúðugt þar sem talið er að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.  Fjölmargar gönguleiðir eru um svæðið og næg afþreying í boði allan ársins hring, hvort sem það eru snjósleðar, hundasleðar, snjóþrúgugöngur, hellaskoðun eða afslöppun í Jarðböðunum.

Í Mývatnssveit er margs konar gistiaðstaða umhverfis vatnið ásamt fjölmörgum góðum veitinga- og kaffihúsum.

Goðafoss
Aldeyjarfoss
Grjótagjá
Laugar
Mývatn
Hverfjall
Höfði í Mývatnssveit
Mývatn verndarsvæði
Námafjall
Fuglaskoðun
Jarðböðin við Mývatn
Sundlaugin Laugum

Bæir og þorp

Mývatn

Mývatn

Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn á Íslandi, 37 km2 á stærð, mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Rykmý setur mjög svip sinn á umhverfi
Laugar

Laugar

Laugar í Reykjadal er þéttbýliskjarni sem hefur byggst upp á jarðhitasvæði. Á Laugum er löng og rík menntahefð. Þar er Framhaldsskólinn á Laugum og sk