Sögusetur íslenska fjárhundsins er einstök sýning um sögu þjóðarhunds Íslendinga.
Á sýningunni bíða þín áhugaverðar upplýsingar í máli og myndum um þessa séríslensku hundategund. Með smá heppni taka íslensku fjárhundarnir á bænum – Sómi, Hraundís og Fönn – á móti þér með hlýju og vinalegu viðmóti.
Sýningin er opin frá maí og fram í lok september, alla daga kl. 9–18. Einnig er hægt að heimsækja sýninguna eftir samkomulagi á öðrum árstímum.