Fara í efni

Grenjaðarstaður - Gamli bærinn

- Sýningar

Grenjaðarstaður er glæsilegur torfbær í Aðaldal.  Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur, og þar var áður starfrækt pósthús.  Grenjaðarstaður þótti á sinni tíð mestur og reisulegastur allra bæja í héraðinu, enda um 775 m2 að stærð, einn stærsti torfbær landsins.  Elsti hluti hans var reistur árið 1865 en búið var í bænum til 1949.
Árið 1958 var hann opnaður sem byggðasafn með á annað þúsund gripa sem fólk hafði gefið í safnið.  Það er einstök upplifun að ganga um bæinn og ímynda sér hvernig fólk lifði þar, bæði fyrir börn og fullorðna.

Vakin er athygli á að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er ekki gott.
Starfsemin í Grenjaðarstað heyrir einnig undir Menningarmiðstöð Þingeyinga.

Lokað á veturna 

Grenjaðarstaður - Gamli bærinn

Grenjaðarstaður - Gamli bærinn

Grenjaðarstaður er glæsilegur torfbær í Aðaldal.  Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur, og þar var áður starfrækt pós
Gistiheimilið Brekka

Gistiheimilið Brekka

Brekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns. Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvala

Aðrir (2)

Gistihúsið Staðarhóli Staðarhóll, Aðaldalur 641 Húsavík 464-3707
Vestmannsvatn Guesthouse Vestmannsvatn 641 Húsavík 8467397