Flýtilyklar
Húsavík er elsta byggða ból á Íslandi. Húsavík er stærsti bærinn í Þingeyjarsýslu og er þjónustukjarni fyrir nærliggjandi þéttbýliskjarna. Menningarmiðstöð Þingeyinga, Safnahúsið á Húsavík, hýsir hluta af Byggðasafni Suður-Þingeyinga, sjóminjasafn, náttúrugripasafn, héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn og myndlistarsafn.
Á Húsavík er einnig að finna Hvalasafn. Menningarlíf á svæðinu er blómlegt en leikfélagið er ákaflega öflugt og í fremstu röð áhugaleikfélaga á landinu. Tónlistarlíf er fjölbreytt og á svæðinu er reglulegt tónleikahald, auk þess sem ýmsir kórar og hljómsveitir eru starfandi.
Á Húsavík eru nokkur hvalaskoðunarfyrirtæki og er það mikil upplifun að fara í hvalaskoðun á Skjálfanda, eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Á Húsavík er einnig að finna fallegan skrúðgarð, tjaldsvæði, sundlaug, golfvöll og skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi.

640,641
2200
Áhugaverðir staðir og afþreying
Húsavík - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands