Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttaskot í september

Á morgun, fimmtudaginn 12. september, verður haustráðstefna markaðsstofa landshlutanna haldin á Hótel Reykjavík Natura. Umfjöllunarefnið er „Ferðamaður framtíðarinnar“ og aðalfyrirlesari er Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu MINTEL. Þeir sem ekki komast á ráðstefnuna geta horft á streymi frá henni á www.markadsstofur.is.

Á morgun, fimmtudaginn 12. september, verður haustráðstefna markaðsstofa landshlutanna haldin á Hótel Reykjavík Natura. Umfjöllunarefnið er „Ferðamaður framtíðarinnar“ og aðalfyrirlesari er Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu MINTEL. Þeir sem ekki komast á ráðstefnuna geta horft á streymi frá henni á www.markadsstofur.is.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna með því að smella hér.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi
Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi verður haldin 24. október næstkomandi í Hörgársveit, Hjalteyri, Hauganesi, Hrísey og Árskógsströnd. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð. Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst, nánari upplýsingar og skráningu má finna með því að smella hér.

Sumarferðum Voigt Travel lokið - vetrarferðir framundan
Flugvél Transavia sótti á mánudag hóp ferðamanna sem dvöldu á Norðurlandi í síðustu viku, þann síðasta sem ferðast hingað með ferðaskrifstofunni Voigt Travel í sumar. Alls hefur ferðaskrifstofan staðið fyrir 16 ferðum til Akureyrar í sumar, í beinu flugi frá Rotterdam og almennt hafa ferðalangarnir verið mjög ánægðir með alla þá þjónustu sem þeir hafa nýtt sér og ferðalagið sjálft.

Voigt Travel mun einnig bjóða upp á ferðir til og frá Norðurlandi í vetur en þá verður flogið frá Amsterdam. Alls verða átta brottfarir frá 14. febrúar og flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Ferðaskrifstofan mun bjóða upp á ýmsar pakkaferðir eins og áður, sem vonandi mun nýtast norðlenskri ferðaþjónustu vel.
Hér má lesa meira þetta verkefni Voigt Travel, uppsetningu ILS búnaðar á Akureyrarflugvelli og gjaldþrot Super Break.

Viðburðir á heimasíðunni
Á heimasíðunni okkar, www.nordurland.is er viðburðardagatal. Öllum er frjálst að senda þar inn viðburði, sem við birtum síðan eftir því sem við á. Því meira, því betra og sömuleiðis er gott að fá inn grunnupplýsingar um viðburði þó nánari dagskrá sé ekki endilega tilbúin. Hér má senda inn viðburði.

Stórfundur Eyþings
Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 19. september kl. 16-19.

Markmið fundarins er að draga saman áherslur í atvinnumálum, nýsköpun, menningarmálum og umhverfismálum á Norðurlandi eystra, ásamt því að koma fram með tillögur að sértækum markmiðum og aðgerðum.
Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.

Ratsjáin í Þingeyjarsýslum
Rekur þú metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki og vilt gera enn betur? Ratsjáin er þróunar- og nýsköpunarverkefni ætlað stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið. Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og unnið með stuðningi af Byggðaáætlun. Þetta misserið verður Ratsjáin á Reykjanesi og í Þingeyjarsýslum og komast allt að 8 fyrirtæki að á hvorum stað fyrir sig.

Umsóknarfrestur til og með 20. september  - Allar upplýsingar um verkefnið má finna á  https://ratsjain.is