Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Íslendingar stefna norður - Fundur og vinnustofa

Þann 3. febrúar næstkomandi, frá 10:00 – 11:30, býður Markaðsstofa Norðurlands til fundar og vinnustofu með samstarfsfyrirtækjum sínum þar sem rætt verður um markhópinn íslenska ferðamenn.

Þann 3. febrúar næstkomandi, frá 10:00 – 11:30, býður Markaðsstofa Norðurlands til fundar og vinnustofu með samstarfsfyrirtækjum sínum þar sem rætt verður um markhópinn íslenska ferðamenn. Á síðasta ári ferðuðust Íslendingar innanlands sem aldrei fyrr og voru langstærsti hlutinn af viðskiptavinum ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er nýr veruleiki og útlit er fyrir að næsta sumar verði staðan áfram sú að Íslendingar verði einna stærsti hluti viðskiptavina. Því er mikilvægt að samstarfsfyrirtæki MN verði vel undirbúin og tilbúin að taka á móti löndum sínum. Í lok fundar verður stutt vinnustofa þar sem fundargestir taka þátt í verkefnavinnu og umræðum.

Dagskrá

-Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN býður gesti velkomna og fer stuttlega yfir stöðu ferðamála á Norðurlandi.

-Oddný Þóra Óladóttir frá Ferðamálastofu fer yfir niðurstöður Gallup könnunar um rekstur ferðaþjónustu sumarið 2020.

-Björn H. Reynisson, verkefnastjóri hjá MN fer yfir tölfræði um Íslendinga sem ferðast á Norðurlandi og ræðir um markaðsáherslur.

-Arnheiður ræðir um markaðsaðgerðir sem samstarfsfyrirtæki geta ráðist í með því að nýta verkfæri MN.

-Að loknum erindum verða vinnustofur með þátttakendum fundarins.

-Fundi slitið.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, sem verður haldinn á Zoom. Að lokinni skráningu verður sendur hlekkur á fundinn með tölvupósti.

Smelltu hér til að skrá þig.