Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun DMP á Norðurlandi - Staða mála

Nú er vinna við gerð áfangastaðaáætlunar DMP á Norðurlandi í fullum gangi. Undanfarnir mánuðir hafa farið í undirbúning og skipulagningu á verkefninu. Auk þess hefur verið lögð áhersla á að hitta lykilhagsmunaaðila í verkefninu á öllu svæðinu, þar sem meðal annars allir sveitarstjórar voru heimsótti

Nú er vinna við gerð áfangastaðaáætlunar DMP á Norðurlandi í fullum gangi. Undanfarnir mánuðir hafa farið í undirbúning og skipulagningu á verkefninu.  Auk þess hefur verið lögð áhersla á að hitta lykilhagsmunaaðila í verkefninu á öllu svæðinu, þar sem meðal annars allir sveitarstjórar voru heimsóttir. Á fundi stýrihóps fyrr í september var skipulag verkefnisins samþykkt.  Í þessum fyrsta áfanga verður lögð áhersla á að fá stöðumat á áfangastaðnum Norðurlandi.  Auk þess verður verkefnum fyrir svæðið forgangsraðað og farið verður í að greina markaðsáherslur svæðisins.  

Silja ráðin í 50% stöðu

Í lok ágúst var ráðið í  50% stöðu verkefnastjóra í  á Norðurhjarasvæðinu.  Silja Jóhannesdóttir var ráðin, en hún er stjórnmálafræðingur með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur leitt verkefni Brothættra byggða í Öxarfirði og Raufarhöfn frá árinu 2015 sem felur í sér almenna byggðaeflingu og atvinnuþróun. Þar á undan vann hún hjá Capacent sem ráðgjafi fyrirtækja við ráðningar. Áður vann hún við vinnumálarannsókn á Hagstofu Íslands og einnig við kennslu.

Næstu fundir

Búið er að ákveða dagsetningar fyrir svæðisfundi DMP sem haldnir verða í október og nóvember.  Nánari dagskrá og staðsetning og skráning á fundina verður auglýst síðar en áætlað er að fundirnir verði frá 9:30 – 15:00. Fundirnir eru opnir öllum sem vilja og eru að taka þátt í uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.

Eftirfarandi eru fundardagsetningar og skilgreindu svæði verkefnisins: 

 

 

  1. 20. október – Svæði 4 (Norðurhjarasvæði)
  2. 24. október – Svæði 1 (Húnavatnssýslur)
  3. 31. október – Svæði 2 (Skagafjörður / Fjallabyggð)
  4. 01. Nóvember – Svæði 2 (Eyjafjörður)
  5. 16. nóvember – Svæði 3 (Demantshringur)