Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Í dag var DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland birt í fyrsta sinn opinberlega. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni undanfarin misseri, fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum.

Í dag var Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland birt í fyrsta sinn opinberlega, en hana má finna með því að smella hér. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni undanfarin misseri, fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum. Markmið verkefnisins var að gera stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi, greina ástand hennar í samhengi við innviði og markaðssetningu og sömuleiðis er skerpt á framtíðarmarkmiðum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi.

Í skýrslunni má finna forgangsröðun verkefna á svæðinu, en Markaðsstofa Norðurlands ákvað að fara þá leið að fá aðstoð allra þeirra sem vildu leggja hönd á plóg við forgangsröðun. Sérstök áhersla var einnig lögð á að fá stærstu hagsmunaaðilana að borðinu. Að lokum voru 15 verkefni valin sem forgangsverkefni á Norðurlandi næstu þrjú árin.

Á haustmánuðum verða niðurstöður skýrslunnar kynntar betur, sem og framhald verkefnisins.

Ef einhverjir vilja koma á framfæri spurningum eða athugasemdum þá er vinsamlegast bent á að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins Björn H Reynisson, bjorn@nordurland.is