Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.

Alls verða átta fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er sérsniðin að svæðinu og verða málefnin í takt við það sem brennur á ferðaþjónustunni hverju sinni. Á fundunum munu fyrirtæki og hagaðilar deila reynslusögum, góðum ráðum og ræða helstu áskoranir tengdar þjónustugæðum og þjálfun starfsfólks. Auk þess verður boðið upp á pallborð og opnar umræður.

Fundurinn á Norðurlandi verður haldinn mánudaginn 27. mars, 11:00 - 14:00 á Hótel KEA, Akureyri

Léttar veitingar verða í boði fyrir þátttakendur. Hægt verður að horfa á fundinn í streymi, en skráning er nauðsynleg hvort sem fólk ætlar að mæta eða horfa á streymi.

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn.

Dagskrá

11:00 - 11:05: Dagskrá fundar kynnt

Fundarstjóri, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

11:05 - 11:15: Ferðaþjónusta og nærsamfélagið

Jóhannes Þór Skúlason, Samtök ferðaþjónustunnar

11:15 - 11:35: Ráðgjöf og stuðningur fyrir stjórnendur

Margrét Wendt og Valdís Steingrímsdóttir, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

11:35 - 12:00: Þjónusta sem skapar aðdáendur

Bjartur Guðmundsson, leikari, fyrirlesari og þjálfari

12:00 - 12:45: Hádegismatur

12:45 - 13:00: Heildin er sterkari en hlutarnir

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

13:00 - 13:10: Jákvæð vinnustaðamenning

Kjartan Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Skógarbaðanna

13:10 - 13:20: Móttaka nýliða

Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir, Hótelstjóri Berjaya Akureyri

13:20 - 13:30: Að hanna ferðaþjónustufyrirtæki; gæði, hæfni og arðsemi

Jón Heiðar, framkvæmdastjóri Zip line Akureyri

13:30 - 14:00: Umræður: Hvernig getum við veitt góða þjónustu allan ársins hring?

Umræðum stjórnar Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála